FJÖLBRAUTASKÓLI SUÐURLANDS
STAÐSETNING: Selfoss
ÁR: 2013
SAMKEPPNI: Innkaup
Innkaup í opinni samkeppni.
Í bænum standa húsin og mynda eina lifandi heild. Húsin rýma ólíka starfsemi og ólíka íbúa og búa yfir fjölbreytileika sem endurspeglast í ásýnd þeirra. Á milli húsanna eru tengingar; götur, stræti og torg. Þar kemur fólk saman, á í samskiptum og myndar tengsl. Á milli húsanna er samfélag. Bærinn er skólinn, hann er samfélag ólíkra einstaklinga, samfélag nemenda og kennara sem stefna að ákveðnum markmiðum og leysa fjölbreytt verkefni.
Fjölbrautaskóli Suðurlands er samfélag sem staðsett er í þremur hlutum, Odda, Iðu og Hamri. Bæjarhlutum þar sem kennslurýmin eru húsin, tengd saman með sameiginlegum rýmum þar sem íbúarnir koma saman. Bæjarhlutanna á milli liggja umferðaræðar, vegir, jafnvel ár, sem flytja upplýsingar, þekkingu og aðföng þeirra á milli. Með þéttingu byggðar í kringum hið sameiginlega flæði myndast betri tengsl á milli bæjarhlutanna og til verður sameiginlegt rými sem allir „íbúar“ njóta góðs af.