top of page
Anchor 1

EINAR ÓLAFSSON. ARKITEKT FAÍ.


Einar, stofnandi Arkiteó hefur yfir tuttugu ára reynslu sem arkitekt og vill stöðugt vera að rannsaka samspilið á milli arkitektúrs, skipulags og umhverfis.
Einar telur að það sé nauðsynlegt að vera leitandi, ögrandi og sífellt spyrja gagnrýnna spurninga í öllum verkefnum. Hann telur einnig að samvinna ólíkra hagsmunahópa og einstaklinga geti skilað bestum árangri í hönnun og skipulagi. Einar hefur leitt ólík verkefni stofunnar, bæði lítil og stór. Einnig hefur hann verið leiðandi í þeim samkeppnum sem stofan hefur tekið þátt í. Mörg verkefni stofunnar hafa hlotið verðlaun og viðurkenningar eins og t.d. Krikaskóli í Mosfellsbæ og Grunnskólinn á Ísafirði.

STEFNA

 

Arkiteó var stofnað árið 2004 til að koma á fót hönnunarhverfri teiknistofu. Hjá Arkiteó vinna frá 3-7 manns eftir því hvaða verkefni er verið að vinna að hverju sinni.
Arkiteó hefur unnið til margra verðlauna á sínu sviði og leitast við að færa alþjóðlegar hugmyndir og sjónarmið í hönnun til Íslands með samvinnu við fagmenn og listamenn um allan heim. Á sama tíma hefur stofan ávallt sótt innblástur sinn í íslenska menningararfinn, landslagið og fólkið sem hér býr.
Starfsfólk á stofunni hefur víðtæka reynslu á innlendri sem og á erlendri grundu og hafa komið víða við. Sameiginleg markmiði stofunnar er að hanna fallegt umhverfi með heilsteypta virkni að leiðarljósi - allt frá skipulagi og byggingum til innanhúss- og iðnhönnunar.
Í öllum verkefnum sem Arkiteó tekur að sér er byrjað á að safna upplýsingum um allar hliðar verkefnisins. Í raun snýst þetta um að finna kjarna verkefnisins sem mun svo stýra þróun þess í rétta átt fyrir viðskiptavininn, umhverfið allt og vera um leið góð viðurkenning fyrir vel unnið verk.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

 

3.Verðlaun í alþjóðlegri samkeppni fyrir Menntaskólann við Sund

 

3.Verðlaun í opinni alþjóðlegri samkeppni um stofnun Vigdísar Finnbogadóttur


1.Verðlaun í forvali fyrir Akrar, leikskóla í Garðabæ

 

1.Verðlaun í lokaðri samkeppni um Krikaskóla í Mosfellsbæ

1.Verðlaun í opinni alþjóðlegri samkeppni um höfuðstöðvar Landsbanka Íslands

 

1.Verðlaun í opinni samkeppni um Grunnskólann á Ísafirði

2.Verðlaun í opinni samkeppni um miðbæ Selfoss

 

2.-4. Verðlaun fyrir skrifstofubyggingu og umhverfi á Höfðabakka 9

3.Verðlaun í opinni samkeppni um þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi

 

Hjúkrunarheimili á Selfossi fékk innkaup 2017
 

Krikaskóli var útnefndur til Mies Van Der Rohe arkitektaverðlaunanna

Grunnskólinn á Ísafirði var tilnefndur til menningaverðlauna DV
 

Grunnskólinn á Ísafirði fékk lagnaverðlaun frá Lagnafélagi Íslands

Athyglisverð tillaga um þjónustumiðstöð við Hakið á Þingvöllum

Tillaga um skipulag Reykjavíkurhafnar og tónlistarhúsið tekið til nánari skoðunar

Stóllinn Dropi fékk sérstök verðlaun á hönnunardögum

HAFÐU SAMBAND

Takk! Skilaboð send

bottom of page