top of page
Anchor 1

AKRAR LEIKSKÓLI

STAÐSETNING: Garðabær            

ÁR: 2011       

STAÐA: Byggt 

Hús hannað fyrir þarfir barnanna og starfsfólksins sem annast þau. Hljóðvistin spilaði stórt hlutverk í útfærslunni auk birtunnar frá þakgluggum og stórum gluggum í öllum rýmum. Í lautunum sofa börnin með stjörnurnar fyrir ofan sig, stórar sem smáar. Hús hannað fyrir lítið fólk og þarfir þess og langanir. Af hverju þarf handrið að vera beint og jafnhátt, af hverju má það ekki taka á sig framúrstefnulegt form? Af hverju þarf gólfið alltaf að vera slétt? Ekki er jörðin slétt. Af hverju þarf allt að vera hvítt? Heimurinn er ekki hvítur. 
Deildirnar eru aðskildar en tengjast saman með löngum gangi sem opnast út á suðursvæði lóðarinnar með stórum gluggaflötum. Útirýmið samanstendur af stórri verönd sem nær á þrjár hliðar hússins og skyggni yfir því öllu. Á völdum stöðum eru göt í skyggninu þar sem sól, snjór og rigning kemst í gegnum og brýtur upp veröld barnanna á skemmtilegan hátt.

Verkefnið var unnið í samstarfi við Einrúm.

bottom of page