top of page
Anchor 1

HJÚKRUNARHEIMILI Á SELFOSSI

STAÐSETNING: Selfoss

ÁR: 2017           

STAÐA: Ekki byggt 

SAMKEPPNI: Innkaup

Byggingin er staðsett á norðurhluta lóðarinnar, með góðu útsýni yfir Ölfusá og
að Ingólfsfjalli. Fótspor byggingarinnar liggur skáhallt miðað við núverandi byggingar, og fylgir þannig stefnu landslagsins og árfarvegarins. Tveir inngarðar eru lykilþættir
í húsinu og umvefja heimiliseiningarnar þessa tvo garða. Garðarnir gegna mikilvægu hlutverki í rýmisupplifun hverrar einingar, ekki síst vegna nálægðarinnar við grænan gróður og útsýni á milli innri rýma hússins. Garðarnir gera húsið rúmgott, opið og bjart. Íbúðirnar eru staðsettar við úthliðarnar, og mynda þannig verndandi hjúp um garðana og sameiginlegu rýmin.  Íbúarnir hafa því ríka möguleika til þess að vera í tengslum við hið ytra, jafnvel þeir sem ekki treysta sér til þess að fara út fyrir. Hringleiðin er róandi, og sérstaklega mikilvæg fyrir fólk með minnissjúkdóma, því það getur orðið hrætt og ringlað ef það lendir í blindgötu. Í tillögunni er lögð áhersla á heimili, ekki stofnun sem býður
upp á margvísleg tækifæri til félagslegra samskipta í stórum og smáum hópum,
bæði inni og úti. Ýmislegt er við að vera
– handverk, líkamsrækt, garðyrkja, spil, kvikmyndasýningar, gönguferðir og dýrahald, svo eitthvað sé nefnt.

Tillagan var unnin í samstarfi við NORD Architects.

bottom of page