top of page
Anchor 1

Landsbankinn

STAÐSETNING: Reykjavík 

ÁR: 2017           

STAÐA: Ekki byggt 

Reiturinn þar sem höfuðstöðvar Landsbankans munu rísa er ekki hvaða lóð sem er. Hér er um að ræða fjöruborðið þar sem sögur segja að öndvegissúlur Ingólfs hafi rekið að landi og héðan hafi Ísland byggst. Sú sögulega staðreynd gerir kröfur til byggingarinnar, jafnvel að hægt sé að benda á hana og segja: „Frá þessum stað hófst byggð á Íslandi.” Þá er eins gott að húsið sé sérstakt og fallegt. Það má segja að húsið standi í Öndvegi. Við drögum húsið niður næst Hörpu og í hógværðinni og mýktinni felst reisn hússins. Það dregur sig frá Hörpu en er samt ekki eftirbátur hennar hönnunarlega séð. Hér er tækifæri til að búa til byggingu sem er áhugaverð í sjálfri sér sem verður nauðsynlegt aðdráttarafl til þess að fólk vilji koma á þetta svæði og svo Reykjavík festi sig í sessi sem áhugaverð ferðamannaborg.

Bankinn á að spegla Arnarhól, hann á ekki að leggja undir sig opið rými heldur gefur húsið borgarbúum nýtt og óvænt grænt svæði. Með því að sveigja húsið og hleypa vegfarendum upp hæðirnar eftir tröðum sem hlykkjast um þakið sem verður einskonar fífilbrekka, grasi vaxin, búum við til Highline fyrir Reykavík. Einnig tryggjum við líf á svæðinu fyrir fólk á rómantískri kvöldgöngu en viðskiptahverfi eiga það til að missa aðdráttaraflið eftir klukkan fjögur á daginn. Það er mikilvægt fyrir kaffhúsin og verslunarrýmin að húsið sé lifandi fram á kvöld. 

Tillagan var unnin í samstarfi við BIG, Andra Snæ Magnússon, DLD Land design og VSÓ. 

bottom of page