Landsbankinn
STAÐSETNING: Reykjavík
ÁR: 2007
STAÐA: Ekki byggt
SAMKEPPNI: 1.sæti í alþjóðlegri samkeppni
Á lóðinni var gamla höfnin sem skapað Reykjavík á sínum tíma. Nýja húsið gegnir lykilhlutverki í að glæða Lækjartorg lífi, færa miðbænum nýjan kraft sem er ekki aðeins byggður á sögu og fornri frægð heldur á krafti núlifandi kynslóðar. Segja má að ekki hafi jafn mikill svipur verið settur á þetta svæði frá upphafi 20. Aldar. Höfuðstöðvar Landsbanka Íslands munu nýta sér nálægðina við söguna en viðurkenna jafnframt að upphaf 21. Aldar eigi sinn fulltrúa á þessu svæði, rétt eins og Reykjavíkur apótek gnæfir yfir Hressó eða Eimskipafélagið yfir Horninu geta mynstur og stærðir leikið saman í miðborginni og myndað heild.
Aðlögunarhæfur arkítektúr. Grunnmynd bankans er sveigjanleg, hún er opin fyrir breytingum í starfsháttum og samskiptamynstrum. Bankinn sveigist eftir þörfum borgarinnar.
Tillagan var unnin í samstarfi við Einrúm arkitekta, BIG í Danmörku, Andra Snæ Magnússon og VSÓ.