top of page
Anchor 1

ÞJÓÐSKÓGAR ÍSLANDS

STAÐSETNING: Laugavatn

ÁR: 2013

STAÐA: Ekki byggt

SAMKEPPNI: Innkaup í opinni samkeppni

Í skóginum gerast ævintýri. Bæði óraunveruleg og raunveruleg. Rauðhetta fór út í skóg til ömmu sinnar, Pétur hitti úlfinn í jaðri stóra dimma skógarins, í skóginum stóð kofi einn og dátinn fór út í skóg í leit að hola trénu og eldfærunum. Svona mætti lengi halda áfram.
Í dölum milli hárra fjalla, eyðilegs berangurs hálendisins og kaldra jökla finnast íslenskir skógar. Sumir eru stórir og breiða úr sér um fjöll og dali, aðrir eru smærri. Allir eiga þeir það sameiginlegt að geyma ævintýri og leyndardóma. 
Til þess að hægt sé að skoða og njóta skóganna í sátt og samlyndi við þær lífverur sem þar búa er nauðsynlegt að þau mannvirki sem byggð eru, hvort sem um er að ræða hús, stíga, bekki og borð eða annað séu sniðin að skóginum og trjánum. Við sækjum trén og aðra íbúa skógarins heim og eigum því að laga okkur að þeirra aðstæðum eins og kostur er. 
Í Þjóðskóga verkefninu er markmiðið að bæta aðgengi og aðstöðu fyrir þá sem vilja ganga á vit þess undraheims sem skógarnir hafa að geyma.

uti.jpg
stígur.jpg
balskyli.jpg
bottom of page