top of page
Anchor 1

FRJÓAKUR 2

STAÐSETNING: Garðabær

ÁR: 2006

STAÐA: Byggt

Húsinu er skipt upp í tvo hluta, annars vegar alrými með stóru eldhúsi, borðstofu og tveimur hálfopnum stofum með gríðarlega stórum gluggum til suðurs. Út frá borðstofu er rennihurð út á skjólgóða verönd þar sem kjörið er að grilla. Út frá gangi sem skilur að herbergin frá alrýmunum er síðan hægt að fara út í heitan pott. Herbergin eru 4 og öll stór og björt. Þakgluggar eru yfir gangi og baðherbergi hjónanna.

Okkur var einnig falið að hanna innréttingar í húsið þannig að það náðist góð samfella í hönnuninni. Alls staðar í húsinu er hægt að sjá þvert í gegnum húsið sem hefur stóran grunnflöt og þakgluggar auka líka á birtuna í húsinu. Húsið opnast vel í allar áttir þar sem er útsýni og sól.

bottom of page