top of page
Anchor 1

GRUNNSKÓLINN Á ÍSAFIRÐI

STAÐSETNING: Ísafjörður

ÁR: 2009              

STAÐA: Byggt 

VERÐLAUN: Tilnefnd til Menningaverðlauna DV og fékk lagnaverðlaun frá Lagnafélagi Íslands

 1.sæti í opinni samkeppni. 

Hugmyndin gengur út á að sameina allar skólabyggingarnar á einni skólalóð, en kennslan hefur verið dreifð um miðbæinn. Gamli barnaskólinn heldur sér að mestu leyti eða sá hluti sem er friðaður, en aftan við hann, frá nýja barnaskólanum í átt að „björnsbúð“ kemur nýbygging. Að auki verður gang í nýja barnaskólanum snúið við og verður hann settur sunnan megin en stofur sem áður snéru í suður, snúa núna í norður og verða því bjartari með góða norðurbirtu.
Ísafjörður hefur í gegnum tíðina verið einna þekktastur fyrir eldri hús bæjarins og sterkri hefð við að viðhalda þeim í upprunalegri mynd. Eitt þeirra er gamli barnaskólinn sem stendur við aðalstræti, byggt 1801. Ein af megin forsendunum var hvernig brugðist yrði við því að viðhalda þeim hluta gamla barnaskólans sem var friðaður og tengja saman skólann í einni samfelldri heild.

bottom of page