top of page
Anchor 1

KRIKASKÓLI

STAÐSETNING: Mosfellsbær

ÁR: 2007              

STAÐA: Byggt

VERÐLAUN: Tilnefnd til Mies Van Der Rohe arkitektaverðlaunanna

1.sæti í lokaðri samkeppni
Krikaskóli fléttast við landslagið, byggingin vex upp úr landinu og myndar skjólgóða laut um leiksvæði barnanna. Skólinn er landslag, landslag sem gefur margfalda möguleika á upplifun. Nemendur og kennarar geta ferðast um húsið í stærri eða minni hópum og fundið sér stað sem hentar námsefni hverju sinni. Verk unnið í samstarfi við Einrúm, Andra Snæ Magnason, Suðaustanátta, VSB, Helga Grímsson og Sigrúnu Sigurðardóttur.
Tillagan var valin úr hópi fimm tillagna í lokaðri samkeppni. Byggingu skólans lauk í janúar 2010. Menntamálaráðherra sagði um bygginguna og skólastefnuna að svona ættu allir skólar á Íslandi að vera - þetta væri fyrirmynd annarra skóla.

bottom of page