top of page
Anchor 1

LISTAHÁSKÓLINN

STAÐSETNING: Reykjavík

ÁR: 2008              

STAÐA: Ekki byggt

„Hvítvoðungurinn“ ferðast um framandi lönd, langt yfir skammt, þvers og kruss, yfir ár og vötn, framhjá húsum og bílum, yfir götur og gangstéttar inn í veröld fulla af hugmyndum, ímyndun, sköpun, krafti, innsæi og gleði. Hann gengur inn af götunni, sér fólk matast, lesa, gúggla, spjalla, hlæja og íhuga. Hann sest, styður hönd á kinn, horfir, hugsar. Hlátursköll, tónar, ískur, sarg, skellir, sögunarvélin tætir í sundur, suðutækið suðar, hamarshögg. Björk, Sigur Rós, Beethoven, Bach og Jón Leifs. Gleði, straumar, breytur, augu mætast, hugmyndir kvikna, leita, finna, uppgötva eitthvað nýtt, fræðast. Heimur út af fyrir sig. Heimur krafts og sköpunar, þroska og innsæis - Listaháskóli Íslands.

Meginhugmyndin er að blanda saman öllum deildum skólans eins og prógrammið leyfir. Þannig næst að tengja allar deildirnar, kennarana, nemendurna og almenning í sköpunarferlinu sem hefur í raun ekkert upphaf og engan endi.

bottom of page