top of page
Anchor 1

MENNTASKÓLINN VIÐ SUND

STAÐSETNING: Reykjavík

ÁR: 2012              

STAÐA: Ekki byggt 

SAMKEPPNI: 3.sæti

Sköpun en ekki öpun. 

Við sjáum skólann sem lítið bæjarfélag þar sem nemendur og kennarar ferðast á göngum og hittast á torgum (opnum vinnusvæðum) og ræða málin, læra að skapa en ekki apa. Skipulagið er ekki ósvipað og í gömlum evrópskum bæjum og borgum.  Misþröngar götur þar sem allt í einu opnast torg bæði lítil og stór og skapa skemmtilega stemningu. Með fjölbreyttu landslagi og rýmum verður ferðalagið í „bæjarfélaginu“ auðveldara, skemmtilegra og barmafullt af óvæntum og uppbyggilegum svæðum þar sem hver „íbúi“ finnur sinn stað til að taka við eða miðla upplýsingum. Kennslustofurnar eru þannig séð lokuð athvörf eða hús þar sem nánari fræðsla og miðlun upplýsinga fer fram.  Aðaltorg bæjarins eða fjölnota salurinn er svo hjarta skólans þar sem allt „radíerast“ út frá.  Hringstiginn er svo blóðrásin á jaðri hjartans.

bottom of page