STOFNUN VIGDÍSAR FINNBOGADÓTTUR
STAÐSETNING: Reykjavík
ÁR: 2012
STAÐA: Ekki byggt
SAMKEPPNI: 3.sæti í opinni alþjóðlegri samkeppni
Til ráðgjafar voru Kristján Guðjónsson, Suðaustanátta og Verkhönnun.
Margt býr í þokunni. Þokan byrgir sýn svo hætt er við að ratað sé í villur. Þokan getur í senn verið ögrandi og ógnvekjandi. Með aukinni þekkingu, reynslu og æfingu verður ferðalagið í þokunni auðveldara, skemmtilegra og barmafullt af óvæntum og uppbyggilegum upplifunum. Öryggið eykst, erfiðleikarnir hverfa og að lokum léttir til. Ferðalangurinn lærir að rata, hann verður sjálfbjarga.
Að læra og rannsaka nýtt tungumál og kynnast framandi menningarheimum er einnig ögrandi áskorun. Jafnvel ógnvekjandi. Margt er óljóst, auðvelt að gera mistök og villast af réttri leið. Með aukinni þekkingu, reynslu, rannsóknum og æfingu léttist verkið, erfiðleikum og vandamálum fækkar. Öryggið eykst og að lokum léttir til. Fræðimaðurinn eflist, nemandinn lærir, hann verður sjálfbjarga.
Tillaga unnin af Einari Ólafssyni, Valdimar Harðarsyni Steffensen og Vilborgu Guðjónsdóttur (arkitektum).