top of page
Anchor 1

SUNHÖLL REYKJAVÍKUR

TILLAGA 1 

STAÐSETNING: Reykjavík

ÁR: 2013

STAÐA: Ekki byggt

Við þekkjum miðborgina, sögu hennar og ásýnd. Við könnumst við þröngar götur, falleg stræti og lífleg torg. Við höfum uppgötvað port, skúmaskot og dyraþrep, dregið okkur í hlé, beðið eftir vini, jafnvel skipst á leyndarmálum. Hús miðborgarinnar skapa þessi rými. Þau eru fjölbreytt hús, gömul hús, ný hús, falleg hús, menningarsöguleg hús, hús eftir Guðjón Samúelsson.
Við þekkjum Sundhöll Reykjavíkur. Við könnumst við hreint form hennar, hornréttar línur og hvíta fleti. Sundhöllin hefur þróað sundmenningu borgarbúa, sundmenningu sem mun halda áfram að þróast með nýrri útilaug í miðborg Reykjavíkur. Útilaug sem bræðir saman miðborgar- og sundmenningu.
NÝTT MÆTIR GÖMLU
Tillaga þessi felst í að skapa miðborgarlaug sem tekur tillit til sérstöðu Sundhallarinnar annars vegar og miðborgarinnar hins vegar. Sundhöllinni er gert hátt undir höfði með því að skapa áhugavert samspil milli hennar og nýbyggingarinnar, þar sem 21. aldar módernisma er skeytt saman við íslenskan 20. aldar módernisma Sundhallarinnar. Þetta dregur fram bæði sameiginleg og ólík einkenni bygginganna og skapar heildstæða mynd.

bottom of page