SUNHÖLL REYKJAVÍKUR
TILLAGA 2
STAÐSETNING: Reykjavík
ÁR: 2013
STAÐA: Ekki byggt
Markmið hönnunarinnar er að Sundhöllin haldi sérkennum sínum og standi áfram sjálfstætt í umhverfinu. Aðalinngangi byggingarinnar er því haldið óbreyttum og Sundhöllin, sem allir þekkja, býður gesti velkomna og þeir leiddir í gegnum sögu hússins þar til nýr hluti tekur við. Afgreiðslan er áfram staðsett þar sem hún er nú og rýmkuð til muna til að þjóna auknum fjölda gesta. Áhersla er lögð á að viðbyggingin snerti Sundhöllina sem minnst og því er létt tengibygging úr gleri staðsett á milli Sundhallar og nýbyggingar.Tengibyggingin er gerð úr léttu stálburðarvirki og gleri. Hún gefur gangandi vegfarendum örlitla sýn inn á sundlaugarsvæðið, starfsemin nær þannig athygli þeirra og öðlast aukið vægi í borgarumhverfinu. Sundgestir upplifa einnig miðborgina á laugarsvæðinu bæði í gegnum tengibygginguna út á Barónsstíg og með útsýni yfir Norðurmýri, Háteigskirkju og hæstu byggingar á Skólavörðuholti. Form nýbyggingarinnar er endurtekning á formi Sundhallarinnar þar sem búningsklefar og rými tengd laug mynda L-laga form umhverfis sjálfa sundlaugina.Nýbyggingin er staðsteypt, úr dökkri sjónsteypu að utanverðu.