
ÚLFÁRSDALUR
SKÓLI OG MENNINGARSETUR
STAÐSETNING: Reykjavík
ÁR: 2014
STAÐA: Ekki byggt
Úlfarsárdalur - skóli og menningarsetur. Úlfarsárdalur 2014 20000m2
Úlfarsá liðast niður dalinn og skapar bugðandi hreyfingu þar sem kraftar vatnsins mæta landslaginu og móta það. Norðan árbakkans fléttast náttúrulegt umhverfi dalsins við manngert íbúðahverfi Úlfarsárdals. Þar endurtekur hreyfing árinnar sig og setur svip sinn á nýjustu byggingar dalsins; skóla, menningarmiðstöð, bókasafn, sundlaug og íþróttahús (h.e. „hverfismiðstöð“). Byggingarnar taka fullt tillit til viðkvæmrar náttúru dalsins og gera henni hátt undir höfði. Þær skapa ekki tálma á milli íbúðarbyggðar og dals, heldur undirstrikar lögun þeirra sérstöðu hverfisins og tengsl þess við náttúruna.
Hæðarmunur lóðarinnar er nýttur til að skapa áhugavert samspil við árdalinn. Byggingar liggja lágt í landslaginu í góðum tengslum við árdalinn til suðurs á meðan útsýni núverandi byggðar er tryggt og sjónræn tengsl mynduð við dalinn. Lögun og lega bygginga skapar leik á milli náttúru og byggðar með grænum þökum og römpum sem laða að sér vegfarendur og gera þeim kleift að upplifa dalinn á fjölbreyttan hátt. Dalnum er skilað aftur til íbúanna.




